Tuesday, April 23, 2019
Dráttarvél fyrir bændur með skotbómu

Published on Monday, June 1, 2015

Dráttarvél fyrir bændur með skotbómu

Multifarmer 40.7 og 40.9 156.HP.

• Lyftigeta: 4000 kg.

• Lyftihæð: 7 metrar

• Fjórhjólastýri - þrjár stillingar

• Fjórhjóladrifin •

• Ofhleðsluviðvörun ( Safe load indicator) með sjálvirkum útslætti

• Tvöföld miðstöð (Artic útfærsla) & olía á vökvakerfi sérstaklega fyrir kalda veðráttu.

• Vél: DEUTZ turbo tier 4 156 Hp - vatnskæld

• Merlo Dynamic load control, inní því er digital vigt

• Hámarkshraði: 40 km/klst.

• Drifbúnaður: Hydrostatic (Hemlar sig niður þegar slegið er af)

• Diskabremsur í öllum hjólnöfum. • Sjálfvirk handbremsa • Dekk: 500/70R24 • Skipting á aukahlutum t.d. göfflum eða skóflu stjórnað úr húsi • Mjög vandað hús högg og veltihelt með miðstöð - vinnukonur framan og aftan og á þaki. • Ljósabúnaður - ökuljós / vinnuljós / snúnings - aðvörunarljós • Baksýnisspeglar

Eftirfarandi búnaður er staðlaður í tækinu: • Driflæsing að aftan • Tilbúinn fyrir útvarp • Fjaðrandi loftsæti frá Grammer • 2 vinnuljós á bómu • Vinnuljos á húsi 4 stk • Merlo Dynamic load control, sem sýnir hvaða aukahlutir eru á tækinu, digital vigt og margt fleira • Glóðarkerti í vél • Tvö vökvaúrtök • Aflúrtak og þrítengibeisli • Slökkvutæki • Blikkljós á húsi • Krókur • Innstunga fyrir ljósabúnað • Þrítengibeisli með 4 vökvalögnum eða 8 úrtökum • Hægt er að fá lyftarann skráðan sem dráttarvél* • Frame leveling- Afrétting á skrokk

Glæsilegt ökumannshús með einstöku útsýni og einstöku aðgengi að öllum stjórntækjum. Multifarmer hefur öll sömu stjórntæki og hefðbundinn traktor og meira til. Frame leveling

Hydrostatic sem er háþróðasta tæknin í dag. Þessi gerð af skiptingum sameinar nákvæma og rétta stjórnun, jafnvel með miklu vélarafli og keyrsluhraða uppí 40km/klst.

Rafskiptur tveggja hraða gírkassi tengir hydrosttic mótor við hefðbundna vél. Skriðstjórnunar fótstig stjórnar keyrsluhraða á meðan miklum vélarhraða er viðhaldið til notkunar fyrir aðra vökvanotkun.

Stefnuvalsstjórnun er stjórnað með "Finger Touch" áfram og afturábak hnapp sem er staðsettur á stýrissúlu. Þannig að stjórnandi þarf aldrei að taka hendur af stýri til að breyta akstursstefnu.

Merlo hydrostatic CV tronic skipting með EPD (Eco Power Drive) er standard í Merlo. Hefðbundin tækni Merlo CV tronic + EPD = -18% í olíusparnað Merlo talar um að með þessari nýju tækni sé tækið að að eyða 3 ltr.minni olíu á klukkustund heldur en hefðbundin tæki gera í dag.

Öflug miðstöð sem gefur jafnan hita um allt húsið, síðan er hægt að fá fullkomna air condition sem aukabúnað.

Hydropneumatic suspension tækni á í ökumannshúsi, sem þýðir að húsið er loftfjaðrandi þannig að á holóttum vegi og í grófu landslagi finnur ökumaður nánast ekkert fyrir óþægindum. ( staðlað í tækinu )

Vökvadempun á bómu frá Merlo er ómetanlegur kostur þegar verið er að keyra tækið. BSS eða Boom Suspension System er vökvadempun á vökvakerfi bómu. Með Merlo dempun er hægt að bæta stórlega þægindi stjórnanda, það fer líka mun betur með tækið og eykur stöðugleika. Dempunin minkar líka gríðarlega áhættu á að skemmdir verða á farmi og eykur allt öryggi við keyrslu.

Merlo CDC er einstakt öryggiskerfi sem er bara í Merlo, þetta sýnir allar aðgerðir sem er verið að vinna með í hvert skipti. Lætur vita ef verið er að vinna með of miklar þyngdir og er líka með vigt. Hægt er að láta kerfið slá tækinu út ef einhver hætta er að skapast við vinnu.

Með aflúrtakinu frá Merlo er hægt að taka út allt að 90% af vélarafli þannig að úrtakið sjálft er yfir 135 Hp. Hraði á aflúrtaki er 540 og 1000 sn/min. Snúningshraða á aflúrtaki er stjórnað úr ökumannshúsi. Það er kominn mikill reynsla á þetta hjá Merlo, 60% af þeirra framleiðslu er seld í lanbúnað þannig að þeir vita hvað þeir eru að gera. Þetta er algjörlega byltingarkend tæki og er Merlo eini framleiðandinn sem getur boðið uppá þessa útfærslu. Hér er ekki aflúrtaki og þrítengibeisli bara skellt á skotbómulyftara, heldur er þetta tæki hannað frá grunni sem bæði skotbómulyftari og dráttarvél. Hér fara saman gríðarlega öflugt aflúrtak, aflmikil vél, þrítengibeisli, breið og stór dekk og öll stjórntæki sem prýða góða dráttavél.

Merlo skotbómulyftarar hafa verið í mikilli sókn á undanförnum árum í Evrópu. Merlo fyrirtækið var stofnað árið 1964 og eru með yfir 1200 manns í vinnu og verksmiðjur sem ná yfir 220 þúsund fermetra. Árleg framleiðsla Merlo er í dag 6500 skotbómulyftarar. Það má líka taka fram að Merlo eru markaðsleiðandi í framleiðslu á lyfturum með snúanlegu húsi og líka á hydrostatic skiptingum í skotbómulyftara eins og er í þessu tæki. Merlo hafa verið með söluhæstu lyfturum í Evrópu, og má nefna lönd eins og Þýskaland og Svíþjóð sem gott dæmi. Merlo hafa verið að hljóta margvísleg verðalun á undanförnum árum, og bara í síðustu viku hlutu þeir gullverðlaun á Intermat sýningunni í Frakklandi fyrir bestu nýung og nýsköpun í Skotbómulyftara. Það fylgja upplýsingar um þetta kerfi hér í viðhengi, en þetta kerfi er í boðnu tæki.

Verkstæði og varahlutaþjónusta Íslyft leggur þunga áherslu á þjónustu við viðskiptavini og er með vel menntaða menn í því. Við skiljum að hjá bændum má helst ekkert stoppa, ef að það skeður þá reynum við að senda menn um leið og beiðni berst um það, hvert á land sem er. Ef að tæki þarf að stoppa í einhvern tíma útvegum við sambærilegt tæki til láns á meðan því stendur, en yfirleitt geta okkar menn greint bilunina og lagað á staðnum. Á verkstæði Íslyft vinna um 20 manns, bæði vélvirkjar,vélstjórar,vélfræðingar og rafvirkjar, þessir menn hafa hlotið mikla og góða þjálfun í viðgerðum á bæði Linde og Merlo tækjum. Það má líka taka fram að Íslyft sendir menn á hverju ári til bæði Linde og Merlo á námskeið til að viðhalda kunnáttu sinni. Bara í Merlo erum við 3-4 menn sem eru sérhæfðir í þeim, þessir menn eru nær eingöngu í að standsetja og þjónusta Merlo. Verkstæði Íslyft er eitt það fullkomnasta á sínu sviði, og er vel búið öllum tækjum og tólum. Eins og áður segir þá leggjum við gríðarlega mikið uppúr þjónustu við okkar kúnna og hefur það verið eitt af aðalsmerkjum Íslyft í gegnum árinn. Eins kappkostum við að eiga alla algengustu varahluti á lager, það má segja að við liggjum með 70-80% að algengustu varahlutum á lager hjá okkur. Í varahlutadeild eru starfandi 3 fastir menn sem gera ekkert annað en að þjónusta okkar kúnna með varahluti og ráð, þetta eru menn með margra ára reynslu og vita sínu viti. Það er eins með menn í varahlutadeildinni og verkstæðið, á hverju ári sendir íslyft menn þaðan erlendis til að auka við þekkingu sína í þessum geira. Ef að ákveðnir varahlutir eru ekki til hjá okkur þá eru þeir pantaðir um leið, og yfirleitt komnir til okkar 24 tímum eftir það. Eins og áður hefur komið fram þá munum við reyna að þjónusta alla okkar viðskiptavini eins vel og kostur er, þannig að ekkert tæki á að þurfa vera frá vinnu. Við teljum að það hafi gengið vel undanfarið og ætlum okkur að halda því áfram. Merlo Multifarmer er fjölhæft tæki sem bæði skotbómulyftari og dráttarvél.

Fjórar vökvalagnir með átta tengingum, þannig að það á að vera hægt að tengja nánast allan aukabúnað sem í boði er fyrir dráttavélar og skotbómulyftara. Byltingarkennt tæki á Íslenskum markaði sem á eftir að auðvelda,létta og hagræða vélastörf og vélaþörf hjá Íslenskum bændum.

Tilboðsverð á tæki eins og lýst er : "Hafið samband við sölumenn"

Aukahlutir sem hægt er að bæta við staðlaðan búnað • Dempun á bómu • Loftkæling • Vökva eða loftbremsur fyrir tengivagn • Útvarp frá Merlo • Læsingar á fram og afturhásingum • Breiðari dekk 600/55-26,5 12PR • Skófla • Hliðarfærsla á gaffalplan • Greipar • Jibb • Skófla með greip • Krana krók á gaffalplan • Spil • Steypu hræru • Hellu greip • og margt fleira •

Starfsmenn Íslyft veita allar upplýsingar um verð á aukahlutum.

Ábyrgð : Hefðbundinn ábyrgð er 12 mánuðir frá afhendingu. Hægt að kaupa 24 og 36 mánaða viðbótar ábyrgð*

Öll verð eru fyrir utan virðisaukaskatt nema annað sé tekið fram

Author: SuperUser Account

Categories: Fréttir , Merlo skotbómulyftarar

Tags:

John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson