Tuesday, September 25, 2018
Gamla góða Omega Feitin komin aftur

Published on Friday, November 6, 2015

Gamla góða Omega Feitin komin aftur

Omega Specialty Lubricants hefur verið á meðal bestu smurfeita, olía og bætiefna í 40 ár. Efnin hefur áunnið sér viðurkenningu og traust viðskiptavina um allan heim.
Í prófunum þúsunda tilraunastofa og með notkun í enn fleiri fyrirtækjum hefur verið sannað að með Omega Specialty Lubricants (OMEGA efninn): Sparast peningar með lægri bilanatíðni, afköst búnaðar aukast og líftími véla og tækja lengist.

Omega vörulínan býður upp á lausnir fyrir allar aðstæður svo sem við: Mjög háan eða lágan hita, mikið álag á legur og fóðringar vegna þunga, í erfiðu umhverfi vegna raka og allt þar á milli. Kjörorð okkar er að framleiða gæðavörur sem gerir viðhaldið fljótlegra, öruggara og endingarbetra. Með því lækkum við kostnað, fækkum stoppum vegna bilana og minnkum úrgang.

Við viljum þjónusta viðskiptavini okkar með öll þau efni sem gott viðhald þarfnast. Omega leggur áherslu á að létta viðhald og framleiðir eingöngu smurfeiti og bætiefni fyrir viðskiptavini sem vilja það allra besta. Ólíkt stóru olíurisunum sem framleiða mikið og vilja bara selja sem mest hefur OMEGA einblínt á lausnir byggðar á nýjustu rannsóknum og tækni. Hjá Omega hefur það sannað sig að gæði eru besta fjárfestingin. Við val á grunnefnum í feitina hjá OMEGA er alltaf valin besta fáanlega grunnolía á meðan margir nota ódýrari grunnolíu í sína feiti. Þegar þú kaupir OMEGA vörurnar ertu að kaupa það besta.

Einkaréttur á „Megalite” bætiefninu. OMEGA vörurnar innihalda einstakt bætiefni „Megalite” til að tryggja bestu fáanlegu vörn fyirir dýrmætar vélar og búnað. Megalite tryggir framúrskarandi smurhæfni, viðloðun og vörn gegn ryði og veðrun.

Skynsöm fjárfesting: OMEGA er hágæða smurfeiti sem sparar þér kostnaðarsamt viðhald, varahluti og tala nú ekki um þann tíma sem vélar eru stopp. Orkunotkun mun einnig minnka þegar smurt er með OMEGA.

Omega feitin kostar ekki meira............ hún sparar meira.

Þú getur treyst OMEGA..... Við ábyrgjumst gæðin.

Author: SuperUser Account

Categories: Fréttir

Tags:

John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson