Saturday, October 19, 2019
Goupil bílar til Icelandair (IGS) og Airport Asso

Published on Monday, March 21, 2016

Goupil bílar til Icelandair (IGS) og Airport Asso

Fyrirtækið Íslyft og Steinbock þjónustan ehf. afhenti nú í vikunni sex nýja Goupil rafmagnsbíla til IGS og Airport Associates á Keflavíkurflugvelli. Fyrir eiga þessi fyrirtæki meira en 20 Goupil bíla.

Íslyft líklega það fyrirtæki sem hefur selt einna flesta rafmagnsbíla á íslenska markaðnum en fyrirtækið selur rafmagnsbíla frá Goupil, Melex og Linde.
„Þessir bílar eru notaðir t.d. í álverksmiðjum, af bæjarfélögum, kirkjugörðum, í þjónustu á flugvöllum og víðar,“

Goupil, sem er franskur framleiðandi, var stofnað árið 1996 af tveimur rafmagnsverkfræðingum. „Eftir mikla vinnu hjá þeim við að útfæra bílinn kom fyrsti G3 bíllinn í almenna sölu árið 2001. Síðan þá hefur vöxtur fyrirtækins verið ótrúlegur, hann hefur verið um 40% á ári. Árið 2011 keypti bandaríska fyrirtækjasamsteypan Polaris Industries Goupil. Goupil er samt sem áður rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Yfir fimm þúsund Goupil bílar eru í notkun í dag.

Hægt er að fá Goupil bílana í ýmis konar útfærslum, s.s. með föstum eða sturtanlegum palli, háþrýsti- eða vökvunardælum, fyrir ruslasöfnun, kössum með rennihurðum o.m.fl. Einn af mörgum kostum Goupil er mikil burðargeta sem er allt að 700 kg á palli og getur hann dregið þriggja tonna kerru. Í boði er tveggja ára ábyrð. Valið stendur um nokkrar stærðir af rafgeymum sem alla er hægt er að hlaða í 16A raftenglum. Rafgeymar eru með 4 ára ábyrð / 1500 hleðslur og hægt er að keyra allt að 120 km á einni hleðslu. Í bílunum eru sýrurafgeymar með sjálfvirkri vatnsáfyllingu,“

Boðið er upp á mislangar og breiðar útgáfur með keyrsluhraða allt að 40 km. Beygjuradíus er aðeins 3 metrar. Einnig er Goupil nú fáanlegur í raf-hybrid útgáfu.

Íslyft og Steinbock þjónustan ehf. hefur verið markaðsráðandi í sölu á lyfturum á Íslandi og hafa verið söluhæstir í hefðbundnum rafmagns- og dísellyfturum sl. 20 ár. Fyrirtækið er þekkt fyrir framúrskarandi þjónustu.

Author: SuperUser Account

Categories: Fréttir

Tags:

John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson