Wednesday, November 13, 2019
John Deere Dráttarvélar

Published on Tuesday, April 4, 2017

John Deere Dráttarvélar

Okkur hjá Íslyft ehf er það mikil ánægja að tilkynna að við höfum nú fengið umboð fyrir John Deere dráttarvélar. Það er mikill heiður fyrir Íslyft að hafa orðið fyrir valinu úr hópi fleiri fyrirtækja. John Deere hefur ekki haft umboðsaðila á íslandi frá 2009. John Deere er stærsti og einn þekktasti framleiðandi dráttarvéla í heiminum og á að baki um 180 ára sögu. Aðalverksmiðjurnar fyrir Evrópu eru í Mannheim í Þýskalandi. Nú verður hægt að fá nýjar og notaðar vélar hjá okkur og byggður verður upp góður varahlutalager. Leitast verður við að hafa nýjar vélar á lager. Við höfum samið við þjónustuaðila sem hafa mikla reynslu í viðgerðum á John Deere vélum. Handbækur og upplýsingar um vélarnar verða allar á íslensku. Á næstu vikum og mánuðum mun Íslyft gera þessu vörumerki betri skil. Frekari upplýsingar fást hjá söludeild Íslyft. Allir núverandi og verðandi John Deere eigendur eru boðnir velkomnir. Kveðja Íslyft ehf.

 

Heimasíða JD

 

www.deere.com/en_INT/products/equipment/tractors/tractors.page

 

Author: SuperUser Account

Categories: Fréttir

Tags:

John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson