Thursday, May 23, 2019

Dráttarvél fyrir bændur með skotbómu

Merlo hefur kynnt nýjan Multifarmer með 156 hö Deutz vél, sem er fáanlegur með 7 og 9 metra bómum. Þessi dráttarvél er einstök þar sem hún er fyrsta dráttarvélin sem er hönnuð frá byrjun með skotbómu, aflúrtaki og þrítengibeigsli. Gott ökumannshús með miklu útsýni. Hámarkshraði 40 km/klst. Tækið hefur fengið verðlaun sem framúrskarandi tæki á sýningum í vor.

Sjá video af tækinu

Merlo 37, 38, 39 og 40

Merlo 37, 38, 39 og 40 með bómum frá 10 uppí 17 metra

Merlo Panoramic skotbómulyftarar með 10, 12, 13, 14, 16 og 17 metra bómum og lyftigetu allt að 4000 kg.
Óviðjafnanleg frammistaða fæst með 102 hö Perkins díselvél með forþjöppu. Einstök hliðarfærsla á bómu og láréttri afréttingu á skrokk “frame leveling” ásamt  BSS eða EAS dempunarkerfum

Merlo Panoramic

Merlo Panoramic Turbofarmer 34, 36, 37, 38, 40 og 41 með 7 & 10 metra bómum

 
Merlo Panoramic Turbo Farmer skotbómulyftarar sýna greinilega yfirburði Merlo í nýsköpun og tækni. Óviðjafnanleg frammistaða fæst með Deutz Tier 3,  102, 120 og 140 hö díselvél með forþjöppu. Einstakri hliðarfærsla á bómu og lágréttri afréttingu á skrokk “frame leveling” ásamt  BSS eða EAS dempunarkerfum. Smíði á Merlo Panoramic lyfturum er byggð á 40 ára þróunarstarfi Merlo. Í Merlo PANORAMIC fjölskyldunni eru lyftarar með 7 og 10 metra bómu, með lyftigetu frá 3400 til 4100 kg.
 

Merlo Compact

Merlo 28.8 og 32.6

Stundum er ekki þörf eða pláss fyrir Merlo Panoramic eða Turbofarmer – jafnvel þó þeir séu ekki fyrirferðarmiklir. Þess vegna ef þörf er á svipuðum afköstum og lyftihæð og á Merlo Panoramic en vinna á við þröngar aðstæður þá er Merlo Compact  rétta tækið  fáanleg með tveimur bómulengdum 6.4 og 8.2 metra

Eins og allir aðrir Merlo lyftarar hefur Merlo Compact hydróstatískan drifbúnað.  Með honum næst algjörlega hnökralaus og sparneytinn akstur.    Hámarkshraði fer eftir gerðum 25 til 40 km/klst.

Gott aðgengi er að vél sem gerir alla þjónustu við lyftaran einstaklega auðveldan. Bóma gengur eftir plastfóðringum sem bæði er auðvelt og ódýrt að viðhalda.   Hægt er að fá á tækið glussakrók til að draga vagna. 

 

Merlo 25.6 Compact

Nýji Panoramic P 25.6 skotbómulyftarinn frá Merlo er árangur af spennandi tækniþróun. Bygging hans er samanþöppuð, sterk og örugg, býður uppá fullkomna lausn þar sem hefðbundnir skotbómulyftarar komast ekki fyrir.

Hugmyndin af samþjöppuðum skotbómulyftarar var fyrst kynnt af Merlo 1991 með byltingarkendu tæki P 20.6. Þökk sé einstakri og ósigrandi frammistöðu hans sem gerði hann að  viðmiði keppinauta Merlo í mörg ár.

1 2
John Deere   |   Heim   |   Keyrslutjakkar og hillulyftarar   |   Starfsmenn   |   Linde   |   Notaðir   |   Merlo   |   Rafmagnsbílar   |   Dulevo   |   Fyrirspurn
@ petur svavarsson