Merlo er gamalgróið fyrirtæki, stofnað í Cuneo á Norður Ítalíu 1966.
Árið 1981 kynnti Merlo fyrsta skotbómulyftarann og síðan hafa vörur fyrirtækisins verið í stanslausri þróun og í dag framleiðir Merlo um 6000 tæki á ári.
Merlo er annar af tveimur stærstu framleiðendum á skotbómulyfturum í heiminum í dag og hefur verið söluhæstir í mörgum löndum m.a. á krefjandi mörkuðum eins og Þýskalandi, Svíþjóð og Ítalíu og nú á Íslandi.
Aðal framleiðsluvörur Merlo er Panoramic skotbómulyftarinn sem er fáanlegur með lyftigetu frá 2,5-12 tonn og lyftihæð í 18 metra. Einnig Merlo Roto sem lyftir í 25 metra hæð og er með snúningsbómu og er því einstaklega henntugur í byggingar og verktaka vinnu.
Merlo býður uppá hliðarfærslu á bómu, allt að 880mm. Þetta er ómetanlegur kostur þegar unnið við t.d. gámalosun, byggingarvinnu eða með vinnukörfu.
Útsýni úr ökumannshúsinu á Merlo er einstakt en hann er fáanlegur með loftsætum með armpúða, Air conditioning, halla á stýrissúlu, opnanlegri fram og afturrúða, fullkomnu mælaborði með vinnu-, aðvörunar- og ökuljósum.
Vélin er staðsett langsum með mjög góðu aðgengi fyrir allt viðhald og þjónustu. Með lágri staðsettningu bómu næst mun meira útsýni úr Merlo en nokkru öðru sambærilegu tæki.
Til að skipta um fylgihlutabúnað s.s. frá snúningi í skóflu þarf ekki að fara úr tæki. Hægt er að stjórna tækjalás innan úr tæki.
Einnig er Merlo fáanlegur með dempun á bómu, "Boom Suspension System" sem eykur þægindi stjórnanda og afköst tækisins, "Frame Levelling" vökvabúnaður sem heldur tækinu ávallt í lágréttri stöðu, "load sensing" vökvadælu sem gerir stjórnanda kleift að stjórna nokkrum glussahreyfingum í einu.
Hægt er að fá á Merlo glussakrók til t.d. að draga vagna en þessi möguleiki hefur verið vinsæll s.s. hjá Fiskmörkuðum sem "hlaða og draga" vagna og sparað þannig fluttningskostnað. Hægt er að aftengja vagn innan úr tæki án þess að fara út.
Með þvi að smella á myndir hér að ofan er hægt að lesa meiri upplýsingar um tækin.