Hér að neðan má finna úrval tækja s.s. lyftara, dráttavéla, liðléttinga, götusópa og margt fleira.
Skoðið úrvalið og hafið samband í 514-1600 eða sendið okkur fyrirspurn á netinu eða solumenn@islyft.is
Linde lyftarar
Linde lyftararnir hafa verið mest seldu lyftara á Íslandi frá 2004 eftir að Íslyft tók við umboðinu og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt hér á landi. Yfir 2.000 Linde tæki hafa verið flutt inn til landsins frá upphafi.
Manitou
Manitou hefur um árabil verið þekktasta vörumerki á Íslandi á sviði skotbómulyftara. Þeir hafa notið mikill vinsælda í byggingariðnaði, hjá iðnaðarfyrirtækjum sem og í landbúnaði. Hægt er að fá tækin með mannkörfu og þá er Manitou með sérstaka vörulínu með fjölhæfum vinnulyftum sem snúast 360°.
John Deere
Íslyft tók við umboði fyrir John Deere dráttavélar árið 2017 og hefur hlutdeild John Deere á Íslandi aukist jafnt og þétt síðan þá. John Deere er leiðandi dráttavélaframleiðandi í Evrópu og Bandaríkjunum og er eitt þekktasta vörumerki heims á sviði landbúnaðartækja. Tækin fást í ýmsum stærðum og útfærslum. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu og viðgerðir og getum útvegað varahluti í öll tæki með hraði.
Avant
Avant eru markaðsleiðindi í heiminum á sínum stærðarflokki liðléttinga. Viðbrögð við Avant og hinum fjölbreytta aukabúnaði sem Avant býður upp á hefur farið fram úr björtustu vonum og hafa tækin verið söluhæstu liðléttingarnir flest af síðustu árum. Tækin bjóða upp á frábærar lausnir á ýmsum sviðum m.a. í landbúnaði, byggingariðnaði og sjávarútvegi og hafa verið mjög vinsæl hjá sveitafélögum, bændum og fleiri fyrirtækjum. Yfir 200 Avant tæki eru í notkun á Íslandi í dag. Einn stærsti styrkleiki Avant er mikið úrval aukahluta en hægt er að fá yfir 250 mismunandi aukahluti sem hægt er að sjá á heimasíðu Avant.
Combilift
Combilift eru frábærir 4-stefnu (4-way) lyftarar og leiðandi í lausnum á löngum farmi og öðrum sérhæfðum verkefnum.
SAMI
Sami býður upp á mikið magn aukahluti fyrir dráttavélar, skotbómulyftara, lyftara, bifreiðar og önnur tæki. Skóflur, Sópar, snjóplógar eru dæmi um vinsæla aukahluti frá SAMI sem hafa notið mikilla vinsælda í Skandínavíu.
Dulevo
Dulevo býr yfir 40 ára reynslu af framleiðslu götusópa. Dulevo leggur áherslu á vönduð tæki sem eru auk þess mjög umhverfisvæn. Eitt af sérstöðu Dulevo er Gore-Tex síubúnaður sem þeir hafa einkaleyfi á. Það gerir síurnar auðveldar í þrifum tryggir hámarks endingu og hafa síurnar 5 ára ábyrgð.
VÖRUMERKIN
Íslyft ehf.