Landbúnaðarvörur

Hvað er Avant ?


Avant er fjölhæft vinnutæki sem nýtist í fjölmörg stór og minni verkefni allan ársins hring. Mikið úrval aukabúnaðar er í boði fyrir ýmsa jarðvinnu, garðslátt, skórækt, snjómokstur og ótal fleiri verkefni.

Manitou

Manitou hefur um árabil verið þekktasta vörumerki á Íslandi á sviði skotbómulyftara. Þeir hafa notið mikill vinsælda í byggingariðnaði, hjá iðnaðarfyrirtækjum sem og í landbúnaði. Hægt er að fá tækin með mannkörfu og þá er Manitou með sérstaka vörulínu með fjölhæfum vinnulyftum sem snúast 360°.

John Deere

Íslyft tók við umboði fyrir John Deere dráttavélar árið 2017 og hefur hlutdeild John Deere á Íslandi aukist jafnt og þétt síðan þá. John Deere er leiðandi dráttavélaframleiðandi í Evrópu og Bandaríkjunum og er eitt þekktasta vörumerki heims á sviði landbúnaðartækja. Tækin fást í ýmsum stærðum og útfærslum. Við bjóðum upp á alhliða þjónustu og viðgerðir og getum útvegað varahluti í öll tæki með hraði.

Avant

Avant eru markaðsleiðindi í heiminum á sínum stærðarflokki liðléttinga. Viðbrögð við Avant og hinum fjölbreytta aukabúnaði sem Avant býður upp á hefur farið fram úr björtustu vonum og hafa tækin verið söluhæstu liðléttingarnir flest af síðustu árum. Tækin bjóða upp á frábærar lausnir á ýmsum sviðum m.a. í landbúnaði, byggingariðnaði og sjávarútvegi og hafa verið mjög vinsæl hjá sveitafélögum, bændum og fleiri fyrirtækjum. Yfir 200 Avant tæki eru í notkun á Íslandi í dag. Einn stærsti styrkleiki Avant er mikið úrval aukahluta en hægt er að fá yfir 250 mismunandi aukahluti sem hægt er að sjá á heimasíðu Avant.